Komust ekki til Tíbet

00:00
00:00

Tvö hundruð manna hóp­ur ís­lenskra kenn­ara, sem höfðu áform um að fara til Tíbets, er nú stadd­ur í Kína, en kom­ast ekki til lands­ins vegna póli­tísks ástands, sem hef­ur staðið yfir und­an­farna daga í Tíbet.  Her­lög voru sett í Tíbet á föstu­dag­inn og hafa yf­ir­völd lokað land­inu og eng­um ferðamönn­um er hleypt inn í Tíbet. 

Jón Ingvar Kjaran, kenn­ari við Versl­un­ar­skóla Íslands, er í hópn­um og seg­ir í sam­tali við mbl.is að mik­il spenna sé í Kína vegna ástands­ins og að fólk sé á varðbergi.  Að sögn Jóns fór hóp­ur­inn út í tveim holl­um og kom ann­ar hóp­ur­inn til Kína á fimmtu­dag­inn og hinn hóp­ur­inn í gær, en þegar fyrsti hóp­ur­inn kem­ur eru mót­mælaaðgerðir gegn kín­versk­um stjórn­völd­um að byrja og síðan þá hef­ur ástandið í Tíbet stig­magn­ast og farið versn­andi. 

Að sögn Jóns fékk hóp­ur­inn litl­ar upp­lýs­ing­ar um ástandið til að byrja með og seg­ir hann Kín­verja fara í kring­um það eins kett­ir í kring­um heit­an graut.   Kín­versk ferðaskrif­stofa, sem hef­ur skipu­lagt ferðina fyr­ir hóp­inn hef­ur komið mjög hreint fram, að sögn Jóns, og sagt hópn­um að ástandið væri mjög slæmt þó svo að ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar hafi þau ekki fengið frá ferðaskrif­stof­unni. 

„Við þurft­um að fara aðrar leiðir til þess að finna út úr því hvað væri að ger­ast, og einu frétt­irn­ar sem við höf­um séð um gang mála í Tíbet eru frá frétta­vef RÚV og Morg­un­blaðsins.  Er­lend­ir frétta­vef­ir eins og BBC eða CNN eru lokaðir, og sjá­um við bara svart­an skjá ef við reyn­um að fara á þær síður.  Við erum með tölvu með okk­ur og höf­um kom­ist í netteng­ingu en sí­urn­ar virðast ekki loka fyr­ir ís­lensku síðurn­ar," seg­ir Jón.

Að sögn Jóns hef­ur þeim ferðamönn­um sem eru nú stadd­ir í Tíbet verið ráðlagt að fara ekki út af hót­el­um sín­um þar sem ástandið á göt­um Lhasa, höfuðborg­ar Tíbets,  hef­ur verið skelfi­legt.  „Mér skilst að kín­versk stjórn­völd séu að reyna að flytja ferðamenn frá Tíbet, en þetta ástand mun senni­lega vara næstu 2-3 vik­urn­ar eða jafn­vel leng­ur," seg­ir Jón.

Áform hóps­ins voru m.a að heim­sækja skóla í Tíbet, en kenn­ar­ar frá Versl­un­ar­skóla Íslands, Mennta­skól­an­um við Sund, Há­skóla Íslands og fleiri skól­um, eru í hópn­um.  Jón seg­ir að all­ir séu óhultir og að hóp­ur­inn hafi ákveðið að fara í sigl­ingu meðfram Yangtze fljóti, í stað þess að fara til Tíbets.

Frá mótmælum tíbetskra munka í Amdo Labrang, í Tíbet í …
Frá mót­mæl­um tíbet­skra munka í Amdo Labrang, í Tíbet í gær. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert