Sprændi á bjargvættinn

Kisi kominn heilu og höldnu niður.
Kisi kominn heilu og höldnu niður. mynd/Sólveig Helgadóttir

Köttur nokkur, sem klifraði upp í tré á Eyrinni á Akureyri og þorði ekki niður aftur, sendi bjargvættum sínum kaldar, eða öllu heldur volgar kveðjur, þegar hjálpin barst að lokum.

Að sögn íbúa á svæðinu hafði kötturinn verið í trénu, sem er um 10 metra hátt, í tæpan sólarhring. Honum leiddist vistin að vonum enda var kalt á Akureyri í nótt og frostið komst í ein 10 stig. Kötturinn vældi og kveinaði og á endanum kölluðu  íbúarnir til slökkvilið, sem mætti með sjúkrabíl og stigabíl eftir hádegið í dag.

Stigi var reistur við tréð og slökkviliðsmaður klifraði upp en kötturinn fór ofar og ofar þegar maðurinn nálgaðist. Á endanum var kisi kominn upp í topp trésins og komst því ekki lengra og brá þá á það ráð að spræna á bjargvættinn. En slökkviliðsmenn eru ýmsu vanir og á endanum komust þeir félagar heilir á húfi niður á jafnsléttu.  

Kötturinn kominn upp í topp á trénu á flótta undan …
Kötturinn kominn upp í topp á trénu á flótta undan slökkviliðsmanninum. mynd/Sólveig Helgadóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert