Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag átta ára stúlku í Bitrufjörð á Ströndum. Stúlkan slasaðist við leik á snjóþotu í Einfætlingsgili, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var fólk að renna sér snjónum, og fullorðinn karlmaður lenti á stúlkunni sem slasaðist við samstöðu, að sögn lögreglunnar.
Ákveðið var að flytja stúlkuna með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík, en við fyrstu skoðun var talið að hún væri með áverka á hálsi, höfði og brjóstkassa. Að sögn lögreglu er stúlkan í rannsókn á slysadeild og upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.