Við veiðar uppi í landsteinum

Skip og flugvélar við Eyjar nú síðdegis.
Skip og flugvélar við Eyjar nú síðdegis. mbl.is/Sigurgeir

Sjö loðnuskip hafa verið við veiðar út af Stakkabótinni svonefndu á austanverðri Heimaey í dag. Veiðin hefur þó ekki verið sérlega mikil, að sögn Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Guðmundi VE. Hann kastaði tvisvar í dag og fékk 50 og 30 tonn og er nú hættur. Líklegt er talið að loðnuvertíðinni sé nú að ljúka.

Sturla sagði, að oft kæmu loðnutorfur á þetta svæði undir lok vetrarvertíða. „Mig grunar að þetta hafi verið síðustu köstin á vertíðinni," sagði Sturla. Verið er að vinna aflann um borð og verður honum landað á morgun.

Veiðarnar vöktu að vonum nokkra athygli í Vestmannaeyjum í dag og sagðist Sturla hafa séð að „áhorfendapallarnir" voru fullir enda veður gott og gaman að fylgjast með skipunum athafna sig uppi í landsteinunum.

Sjö loðnuskip voru að veiðum á Stakkabótinni í dag.
Sjö loðnuskip voru að veiðum á Stakkabótinni í dag. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert