Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað enn

Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað verð á eldsneyti í dag eins og stóru olíufélögin hafa gert. Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn nú 142,10 krónur og dísilolíulítrinn 151,20 krónur en hjá Atlantsolíu kostar bensín 142,70 krónur og olían 151,30 krónur.

N1 reið á vaðið í dag og hækkaði verð á bensíni og dísilolíu Olís og Skeljungur fylgdu í kjölfarið. Algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu er nú 147,90  krónur og hefur hækkað um 4,40 krónur og á dísilolíu 157,90 krónur og hefur hækkað um 5,30 krónur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert