Þetta virkar eins og þingflokkurinn sé ekki í miklu jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um ályktun þingflokks Vinstri-grænna um stöðu heilbrigðiskerfisins.
Hann segir virtar erlendar stofnanir á borð við OECD hafa tekið út fjárframlög til heilbrigðismála hérlendis og segja þær fjárframlög til málaflokksins með því allra hæsta sem gerist og lögðu til að fundnar yrðu leiðir til þess að nýta enn betur þá fjármuni sem lagðir eru í þetta á næstu árum og áratugum.