Engin óvissa vegna orkuöflunar

Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja mbl.is

Hitaveita Suðurnesja segir næga virkjanamöguleikar hjá veitunni til þess að standa við gerðan samning við Norðurál vegna álvers í Helguvík og að engrar óvissu gæti vegna orkuoflunar.  Orkuveita Reykjavíkur áætlar að orka til Helguvíkur muni koma frá virkjunum á Hengilssvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hitaveitu Suðurnesja.

Í tilkynningunni segir „Í fréttum síðustu daga hafa verið settar fram fullyrðingar um að óvissu gæti um orkuöflun fyrsta áfanga álvers Norðuráls í Helguvík. Ástæða er til að ítreka að þetta er rangt. Fyrir liggja samningar HS hf, og OR við Norðurál um útvegun orku til álvers í Helguvík og bendirallt til þess að auðvelt verði að standa við samninga."

Hitaveitan telur að með núverandi verkefnum verði auðvelt að útvega orku samkvæmt umræddum samningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert