Hitaveita Suðurnesja segir næga virkjanamöguleikar hjá veitunni til þess að standa við gerðan samning við Norðurál vegna álvers í Helguvík og að engrar óvissu gæti vegna orkuoflunar. Orkuveita Reykjavíkur áætlar að orka til Helguvíkur muni koma frá virkjunum á Hengilssvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hitaveitu Suðurnesja.
Í tilkynningunni segir „Í fréttum síðustu daga hafa verið settar fram fullyrðingar um að óvissu gæti um orkuöflun fyrsta áfanga álvers Norðuráls í Helguvík. Ástæða er til að ítreka að þetta er rangt. Fyrir liggja samningar HS hf, og OR við Norðurál um útvegun orku til álvers í Helguvík og bendirallt til þess að auðvelt verði að standa við samninga."
Hitaveitan telur að með núverandi verkefnum verði auðvelt að útvega orku samkvæmt umræddum samningum.