KEA kaupir Hafnarstræti 98

Hafnarstræti 98 á Akureyri.
Hafnarstræti 98 á Akureyri.

KEA hef­ur, ásamt fleiri fjár­fest­um, fest kaup á Hafn­ar­stræti 98.  Fyrri eig­end­ur húss­ins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðun­ar­nefnd friðaði húsið síðasta haust og hef­ur nokk­ur umræða um húsið  fylgt í kjöl­farið. 

Hall­dór Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri KEA,  seg­ir í frétt á vef KEA, mark­miðið að ráðast strax í end­ur­bæt­ur á hús­inu og koma því í upp­haf­legt horf  sam­hliða því sem mögu­leik­ar á viðbygg­inu verða skoðaðir.  Fyr­ir­hugað er að hús­næðið verði inn­réttað sem skrif­stofu­hús­næði.

Húsið var aug­lýst til sölu fyrr á ár­inu en at­hafna­menn á Ak­ur­eyri keyptu húsið fyr­ir nokkr­um miss­er­um, bær­inn samþykkti að rífa það og eig­end­urn­ir hugðust byggja nýtt hús á lóðinni en Húsafriðun­ar­nefnd skarst í leik­inn síðasta sum­ar og mennta­málaráðherra friðaði húsið, skv. til­lögu nefnd­ar­inn­ar. Húsið er á þrem­ur hæðum, sam­tals 865 fer­metr­ar. Eign­in hef­ur verið friðuð, en friðunin nær til ytra byrðis húss­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert