Fyrir kemur að klukkurnar fjórar á turni Hallgrímskirkju sýni mismunandi tíma. Í gærdag, þegar kirkjuklukkur hringdu til marks um að klukkan væri 13:30 sýndi að minnsta kosti ein skífan að klukkan væri 18.
Að sögn kirkjuvarðar er líklegasta skýringin sú að gestir uppi í turninum hafi fiktað í vísunum og snúið þeim en það kemur af og til fyrir að klukkurnar séu ekki samstilltar og talið líklegt að gestir turnsins séu að breyta tímanum.