Loðna veiddist á Breiðafirði

Loðnuskip að veiðum.
Loðnuskip að veiðum. mbl.is/RAX

Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason VE veiddi undir kvöld um 400 tonn af loðnu norður af Öndverðarnesi í Breiðafirði. Haft var eftir Helga Valdimarssyni, skipstjóra, að loðnan eigi lengra í hrygningu en sú loðna sem til þessa hefur veiðst.

Helgi sagði  hrognafyllinguna mjög góða. Hann treysti sér ekki til að meta hversu mikil loðna sé á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert