Lögregla veitti ökumanni eftirför á Skagaströnd

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Blönduósi fékk tilkynningu um ökumann á leið til Skagastrandar, sem var grunaður um ölvun við akstur.  Lögregla mætti ökumanninum við Höskuldsstaði og gaf honum stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki.  Upp hófst eftirför, og fylgdi lögregla ökumanninum eftir á 150 km hraða þegar mest var.   

Að sögn lögreglu keyrði maðurinn út af við Hafursstaði og lenti ofan í Hafursstaðaá.  Ökumaður var mjög ölvaður og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Blönduósi, en eftir skoðun og hefðbundna meðferð lögreglu, var hann laus ferða sinna.  Bíllinn er gjörónýtur, að sögn lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert