Gengi krónunnar hafði lækkað um tæp sex prósent laust fyrir hádegi og er gengissveiflan sú mesta sem menn muna eftir á einum degi. Evran var komin yfir 118 krónur og gengi Bandaríkjadals stóð í tæpum 75 krónum um ellefuleytið í morgun.
Fréttir úr Kauphöllinni herma að úrvalsvísitalan hafi lækkað þegar viðskipti hófust í þar í morgun og endurspeglar það markaði víða í Evrópu þar sem alls staðar var lækkun í upphafi viðskiptadags.
Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:
Óljósar fréttir frá Tíbet
Eldsvoði rannsakaður
Milljónir manna á vonarvöl í Írak
Trjálíf á Skriðuklaustri