Miklir óvissutímar framundan

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Ómar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Útvarps, að miklir óvissutímar væru framundan og afar þýðingarmikið sé við þessar aðstæður að menn fari varlega. 

Seðlabankinn hafði spáð lækkandi gengi krónunnar á árinu, en þó mun minna og hægar en raunin hefur orðið. Davíð sagði ekki gott að segja fyrir um hvort gengið lækki enn meira.

Þá er talið líklegt, að gengisfallið nú hafi áhrif á næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans vegna þess að verðbólgumarkmið bankans er enn fjær en áður og verð innfluttra vara hækkar með lækkandi gengi krónunnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert