Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, segir að óánægju
meðal lækna þar hafa verið í mörg ár. Fram hefur komið að 96 af 104
skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingum hafi sagt upp störfum vegna
óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag. Þetta kom fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Hópur lækna hafi leitað til umboðsmanns Alþingis vegna breytinganna og úrskurður hans hafi ekki á allan hátt verið hagkvæmur fyrir sjúkrahúsið. Þrátt fyrir óánægjuna hafi ekki verið mikið uppsagnir enda hafi margir læknar ekki annað að leita því vegna sérfræðimenntunar margra þeirra sé spítalinn eini vinnustaðurinn sem þeir eigi völ á.
Þorbjörn segir að þær sparnaðartillögur sem nýverið hafi komi fram hafi vakið meiri óánægju með starfsfólks sjúkrahússins en áður hafi verið. Óánægjunnar sé einkum vart meðal hjúkrunarfræðinga.