Ótrúlega dýr dropi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags Íslenskra. mbl.is/Steinar Hugi

„Þetta er orðinn ótrúlega dýr dropi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda en verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um tæpar fjórar krónur í dag.

Að mati Runólfs var brugðist óeðlilega fljótt við gengisbreytingu  og verð á bensíni og olíu hækkað, sérstaklega í ljósi þess olíumarkaðurinn var strax aðeins farinn að ganga til baka. „Þeir voru full bráðir á sér. Það hefði verið eðlilegt að bíða og sjá hvernig þróunin hefði verið í lok dags,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

Bensínverð hækkaði um 3,6 krónur í dag, upp í tæpar 148 krónur í sjálfsafgreiðslu og verð á díselolíu er komið upp í 158 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu. Í byrjun árs var lítraverð á bensíni 137,90 og nemur því hækkun frá áramótum 15 krónum.

Runólfur telur að þetta háa eldsneytisverð muni hafa áhrif á kauphegðun fólks og notkun á ökutækjum. Einnig sagði hann að þögn stjórnvalda kæmi honum á óvart. „Hún er einkennileg þessi þögn frá stjórnvöldum,“ sagði hann, sérstaklega í ljósi þess hvað bensín og olía er stór hluti af neysluvöru almennings."

Runólfur hefur hvatt til þess að stjórnvöld grípi inn í þróun eldsneytisverðs, að minnsta kosti tímabundið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert