Skjálftahrina við Upptyppinga

Jarðskjálft­um hef­ur farið fjölg­andi á ný við Upp­typp­inga norðan Vatna­jök­uls en þar hafa komið jarðskjálfta­hrin­ur  frá því í fe­brú­ar á síðasta ári.  Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu eru upp­tök skjálft­anna djúpt í jörðu eða á 14-17 kíló­metra dýpi, en flest­ir eru á 16 kíló­metra dýpi.

Jarðskjálfta­virkni hef­ur verið að fær­ast í norðaust­ur frá Upp­typp­ing­um að Álfta­dals­dyngju og einnig eru upp­tök þeirra ofar en áður.  Í byrj­un mars höfðu mælst um 1100 jarðskjálft­ar á svæðinu frá því skjálfra­virkn­in hófst. 

Eng­in hætta er á ferðum, að sögn Veður­stofu en flest­ir skjálft­arn­ir eru 1-1,5 stig á Richter. Jarðskjálfta­fræðing­ar fylgj­ast stöðugt með skjálft­um á svæðinu sem tald­ir eru tengj­ast kviku­hreyf­ing­um í neðri hluta jarðskorp­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert