Skjálftahrina við Upptyppinga

Jarðskjálftum hefur farið fjölgandi á ný við Upptyppinga norðan Vatnajökuls en þar hafa komið jarðskjálftahrinur  frá því í febrúar á síðasta ári.  Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu eru upptök skjálftanna djúpt í jörðu eða á 14-17 kílómetra dýpi, en flestir eru á 16 kílómetra dýpi.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að færast í norðaustur frá Upptyppingum að Álftadalsdyngju og einnig eru upptök þeirra ofar en áður.  Í byrjun mars höfðu mælst um 1100 jarðskjálftar á svæðinu frá því skjálfravirknin hófst. 

Engin hætta er á ferðum, að sögn Veðurstofu en flestir skjálftarnir eru 1-1,5 stig á Richter. Jarðskjálftafræðingar fylgjast stöðugt með skjálftum á svæðinu sem taldir eru tengjast kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert