Smásöluverð á lyfjum oftast hæst á Íslandi

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Smásöluverð á 33 veltuhæstu pakkningar á lyfjum sem Tryggingastofnun niðurgreiddi árið 2006 reyndist í 15 tilvikum hæst á Íslandi í mars samanborið við hin Norðurlöndin í nýrri verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar. Heildsöluverðið reyndist hins vegar einungis í tveimur tilvikum hæst á Íslandi.

Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf í Svíþjóð er 0%.

Smásöluverð á lyfjum reyndist í 23 tilvikum lægst í Noregi og aldrei hæst þar í landi. Í Danmörku var smásöluverð í 13 tilvikum hæst en í eitt skipti lægst þar í landi. Í tveimur tilvikum reyndist smásöluverðið vera lægst á Íslandi. Í Svíþjóð var smásöluverð í sjö tilvikum lægst en í 5 tilvikum hæst.

Heildsöluverð á lyfjapakkningunum var í fimm tilvikum lægst á Íslandi en í 21 tilviki lægst í Noregi. Þar var heildsöluverðið í eitt skipti hæst. Í Danmörku var heildsöluverðið hæst í 18 tilvikum en lægst í einu tilviki. Í Svíþjóð var heildsöluverðið lægst í 6 tilvikum en hæst í 11 tilvikum.

Verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar í mars 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert