Hvetur vélsleðafólk til að sýna fyllstu aðgætni um páskana

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Frá ársbyrjun hafa orðið 35 vélsleðaslys hér á landi og hefur slysunum fjölgað síðustu ár samhliða aukinni vélsleðaeign. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa alls 358 einstaklingar slasast í vélsleðaslysum síðustu tíu ár og sex látist frá aldamótaárinu 2000.

Þetta kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár, sem hvetur vélsleðafólk til að sýna fyllstu aðgætni um páskahátíðarnar. Er þar m.a. minnt á að þótt GPS-staðsetningartæknin sé góð geti ónákvæmnin verið frá 3-11 metra. Þá sé mikilvægt að halda hópinn breytist veður skyndilega og halda kyrru fyrir verði einhver viðskila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert