Bannað að bera brjóstin í Hveró

mbl.is/Þorkell

„Ég var von­svik­in og hissa á viðbrögðum baðvarðar­ins,“ seg­ir sænska bar­áttu­kon­an Krist­in Karls­son.

Krist­in fór ber­brjósta í sund í Hvera­gerði um helg­ina ásamt ís­lensk­um fé­laga sín­um. Baðvörður á vakt brást ókvæða við, rétti Krist­inu stutterma­bol og sagði að hún yrði að hylja sig, ella yrði hún rek­in upp úr. Krist­in yf­ir­gaf þá sund­laug­ina. „Þetta er á skjön við það sem ég hef heyrt um sund­laug­ar á Íslandi. Ég var búin að heyra að það væru hvorki regl­ur né lög um þetta á Íslandi,“ seg­ir Krist­in.

„Baðvörður­inn talaði um að það hefði verið kvartað,“ seg­ir Krist­in. „Það er óal­gengt að kon­ur fari topp­laus­ar í sund svo að fólk horfði vegna þess að það var hissa. Það voru eng­in önn­ur viðbrögð.“

Pét­ur Ingvars­son gegndi stöðu íþrótta- og tóm­stunda­full­trúa í Hvera­gerði þegar 24 stund­ir fjölluðu um svipað mál­efni und­ir fyr­ir­sögn­inni Íslensk­ar kon­ur mega bera brjóst­in í janú­ar. Hann sagði baðverði ekki aðhaf­ast þegar kon­ur liggja ber­brjósta í sólbaði við sund­laug­ina í Hvera­gerði.

Pét­ur starfar ekki leng­ur hjá Hvera­gerðisbæ, en 24 stund­ir höfðu sam­band við Al­dísi Haf­steins­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hvera­gerði. „Þetta var skond­in uppá­koma og kom fólki á óvart,“ seg­ir hún. „Við höf­um aldrei lent í þessu, sem skýr­ir viðbrögð sund­laug­ar­varðar­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka