Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu

Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Stjórnarráðinu í dag.
Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/RAX

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund, að ástæður gengisfalls krónunnar það sem af er vikunni megi rekja til vandræða sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns lenti í um helgina. Ríkisstjórnin áformi ekki að grípa til sérstakra aðgerða nú.  

Geir tók fram, að menn hefðu lengi talið að gengi krónunnar væri of hátt og búast mætti við lækkun. Lækkunin nú væri hins vegar nokkuð snörp og það ætti eftir að koma í ljós hvort um væri að ræða svonefnt yfirskot.

Þegar Geir var spurður, hvort hann teldi, að Seðlabankinn ætti að grípa til aðgerða vegna gengisþróunarinnar vildi hann ekki tjá sig um það.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka