Næstkomandi fimmtudag verður kveikt á listaverki Yoko Ono, Imagine Peace Tower í Viðey. Í eina viku verður friðarsúlan tendruð kl.21:00 og slökkt á miðnætti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu
Í tengslum við þessa friðarviku á vorjafndægri, standa alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtökin AUS og Höfuðborgarstofa fyrir dagskrá í Viðey að kvöldi skírdags.
Viðeyjarstofa verður opin og geta gestir fengið sér hressingu. Ljósmyndasýning á vegum ljosmyndasamkeppni.is verður opnuð í hesthúsinu í Viðey og einnig verður boðið upp á kennslu í næturljósmyndun með friðarsúluna sem viðfangsefni.
Áður en friðarsúlan verður tendruð verða ljósahnettir sendir á loft, barnakór syngur lög frá ýmsum löndum og viðstöddum verða boðin stjörnuljós og friðarkerti.
Ferðir til Viðeyjar verða farnar kl.19:00 og 20:00, frá Viðey kl.21:30 og 22:00. Upplýsingar um verð og brottfararstað er að finna hér