Ungur ökumaður keyrði á hús á Akranesi í morgun, en að sögn lögreglunnar á Akranesi er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Atvikið átti sér stað um sjö leytið í morgun og ók maðurinn eftir Hafnarbrautinni á Akranesi og endaði á því að keyra á hús á Bárugötu.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en er ekki alvarlega slasaður. Bílinn er talsvert skemmdur, en engar skemmdir voru á húsinu, að sögn lögreglu.
Lögreglan á Akranesi stöðvaði annan ökumann um hálftvö leytið í dag, sem var grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð en var sleppt að henni lokinni.