Stjórnendur Landspítala telja lagasetningu einu lausnina semjist ekki við þá hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp áður, en uppsagnir þeirra taka gildi 1. maí. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi hjúkrunarfræðinganna og sviðsstjóra fyrir helgi. Annar fundur hefur verið boðaður eftir páska og óska stjórnendur þá eftir tillögum hjúkrunarfræðinganna til lausnar á deilunni.