Ríkisstjórnin grípur ekki inn í

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Björgvin G. Sigurðarson viðskiptaráðherra segir fall krónunnar gríðarlegt áhyggjuefni. „Þessi þróun ýtir undir þá umræðu sem verið hefur í gangi um framtíðarskipulag peningamála hér á landi. Ég sé ekki fyrir mér að ríkisstjórnin grípi inn í málin á neinn hátt strax. Seðlabankinn hefur lögbundnu hlutverki að gegna í þessum málum og hann mun væntanlega grípa til þeirra aðgerða sem hann telur að gagnist í því skyni að koma á stöðugleika.“

Björgvin segir að til umræðu sé innan ríkisstjórnarinnar að fara í aðgerðir til að draga úr högginu sem fall krónunnar og aukin verðbólga eru fyrir neytendur. „Það verður hiklaust gert þar sem það á við. Til að mynda eru þegar farnar af stað viðræður í landbúnaðarráðuneytinu við búvöruframleiðendur vegna hækkunar á áburðarverði. Það verður farið yfir þessi mál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert