Hagnast um 2,7 milljarða króna

JIM Smart

Miðað við þær hækkanir sem hafa orðið á eldsneytisverði á einu ári hefur ríkissjóður hagnast um tæplega 2,7 milljarða í formi hærri virðisaukaskatts. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Þessir útreikningar byggjast á því að fólk noti jafnmikið af eldsneyti í dag og fyrir einu ári þrátt fyrir hærra verð. Þá er ekki gert ráð fyrir að fólk kaupi eitthvað minna af öðrum vörum vegna þess að það borgar meira fyrir eldsneytið, en ef það gerðist myndi það hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti. Um 50% af bensínverði renna í ríkissjóð.

„Verðhækkun á eldsneyti er skattur á þjóðarbúið. Hann verðum við að greiða í einhverri mynd. Það verður ekki hjá því komist,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Fjármálaráðherra er með nefnd til að yfirfara gjaldtöku á eldsneyti og samræma hana milli einstakra eldsneytistegunda. Vonandi kemur niðurstaða út úr því áður en langt um líður.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert