Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar lýsti á síðasta fundi bæjarstjórnar eindregnum áhuga á því að efla almenningssamgöngur milli sveitarfélagsins og höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt var tillaga um að fela bæjarstjóra að hefja nú þegar viðræður við Sveitarfélagið Árborg um möguleikann á því að sveitarfélögin sæki í sameiningu um einkaleyfi á almenningssamgöngum milli Árborgar, Hveragerðis og Reykjavíkur. Sömu aðilum verði ennfremur falið að ræða við Vegagerðina og væntanlega samningsaðila um kostnað og fyrirkomulag almenningssamgangna á umræddri leið og að leggja fyrir bæjarstjórn/bæjarráð tillögur að framkvæmd.