Hvetur Íslendinga til að virða bann við hvalveiðum í atvinnuskyni

Langreyður skorin í Hvalfirði
Langreyður skorin í Hvalfirði mbl.is/RAX

Um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, Peter Garrett, hvet­ur ís­lensk og norsk stjórn­völd til að virða bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Í ástr­alska dag­blaðinu Syd­ney Morn­ing Her­ald í dag kem­ur fram að um­mæli ráðherr­ans teng­ist því að Íslend­ing­ar séu að ákveða hversu marga hvali megi veiða í at­vinnu­skyni í ár. Norðmenn hafi ný­verið gefið út kvóta á hvöl­um fyr­ir árið í ár.

Að sögn Garrett gilda regl­ur um bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni fyr­ir all­ar þjóðir en því miður fari ekki all­ar þjóðir eft­ir regl­un­um.

Frétt Syd­ney Morn­ing Her­ald 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert