Umhverfisráðherra Ástralíu, Peter Garrett, hvetur íslensk og norsk stjórnvöld til að virða bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Í ástralska dagblaðinu Sydney Morning Herald í dag kemur fram að ummæli ráðherrans tengist því að Íslendingar séu að ákveða hversu marga hvali megi veiða í atvinnuskyni í ár. Norðmenn hafi nýverið gefið út kvóta á hvölum fyrir árið í ár.
Að sögn Garrett gilda reglur um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni fyrir allar þjóðir en því miður fari ekki allar þjóðir eftir reglunum.
Frétt Sydney Morning Herald