Ómetanlegt starf

Fjölskylduhjálp Íslands mun aðstoða yfir 200 fjölskyldur í dag sem þurfa m.a. á mataraðstoð að halda yfir páskahátíðina. Um 20 sjálfboðaliðar starfa við úthlutunina, en klukkan þrjú í dag voru dyr Fjölskylduhjálparinnar opnaðar.

Tónlistarmaðurinn Ragnhildur Gísladóttir er verndari fjölskylduhjálparinnar, en hún tók við af Bryndísi Schram í haust. Ragnhildur segist hafa orðið fyrir áfalli þegar hún komst að því hversu margar íslenskar fjölskyldur eigi um sárt að binda. Hún segir starf Fjölskylduhjálpar Íslands vera ómetanlegt.

Vefsíða Fjölskylduhjálpar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert