Það er norska fyrirtækið REC Group sem hyggur á uppbyggingu kísilvinnslu í Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi. Fyrir þessu hafa 24 stundir staðfestar heimildir.
Höfuðstöðvar REC Group eru staðsettar í Ósló í Noregi og félagið er með starfsemi þar í landi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu sólarrafhlaðna auk hráefnis og íhluta í þær, meðal annars hreinsaðs kísils eins og verksmiðjunni í Þorlákshöfn er ætlað að framleiða.24 stundir greindu í gær frá því að Orkuveita Reykjavíkur hefði undirritað viljayfirlýsingu um að afla allt að 185 MW til kísilvinnslunnar en hún mun þarfnast allt að 350 MW og myndi veita um 350 manns atvinnu yrði hún að veruleika.