Sendiráðsstarfsmenn komu ekki til dyra

Eng­inn kom til dyra í kín­verska sendi­ráðinu í Reykja­vík laust fyr­ir há­degi í dag þegar liðsmenn Ungra jafnaðarmanna bönkuðu þar uppá til að af­henda mót­mæli vegna aðgerða Kín­verja í Tíbet, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir enn­frem­ur:

„Anna Pála Sverr­is­dótt­ir, formaður UJ, límdi bréfið á rauða hurð sendi­ráðsins og sendi einnig annað ein­tak í pósti, stílað á sendi­herr­ann sjálf­an.“

„Það er kald­hæðnis­legt að sendi­ráðið hafi kosið að beita þögg­un­araðferðinni og hundsa bréf UJ í ljósi þess að fyrsta spurn­ing ungra jafnaðarmanna til sendi­herr­ans fjall­ar um það hvers vegna kín­versk stjórn­völd reyna að koma í veg fyr­ir fjöl­miðlaum­fjöll­un um Tíbet, en eng­um fjöl­miðlum er hleypt inn í landið.“

„Tíbet­ar hafa mátt þola gengd­ar­laust of­beldi og mis­rétti frá því að Kín­verj­ar her­námu landið árið 1950. Nú er lag að beita Kína þrýst­ingi þegar Ólymp­íu­leik­ar eru á næsta leiti og efna­hag­ur Kína er háður viðskipt­um við vest­ræn ríki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert