Skipulagsbreytingar hjá lögreglu á Suðurnesjum

Skipulagsbreytingar verða gerðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, þannig að yfirstjórn tollgæsluverkefna verði óskoruð á forræði fjármálaráðherra og yfirstjórn öryggisverkefna vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli verði á forræði samgönguráðherra. Löggæsla og landamæragæsla verði áfram á forræði dóms- og kirkjumálaráðherra.

Í tilkynningu frá embættinu segir, að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar í tengslum við breytingarnar. Stefnt er að því, að nýtt skipulag taki gildi frá 1. júlí 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert