Tillaga að matsáætlun vegna framkvæmda að Þeistareykjum

Frá Þeistareykjum
Frá Þeistareykjum

Landsnet hf. hyggst byggja tvær 220 kV háspennulínur frá virkjunarsvæðum á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp, Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing. Liggur nú fyrir matsáætlun á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Bygging háspennulínanna tengist virkjun háhitasvæða á Þeistareykjum
og frekari virkjunum í Kröflu og Bjarnarflagi, sem nú eru í undirbúningi, vegna áforma um orkufrekan iðnað við Húsavík.

Jafnframt hefur Skipulagsstofnun borist matsáætlun frá Þeistareykjum ehf. vegna mats á umhverfisáhrifum Þeistareykjavirkjunar, allt að 150 MWe jarðhitavirkjun í Aðaldælahreppi og Norðurþingi.  

Allir geta gert athugasemdir um tillöguna og skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 10. apríl 2008 til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Aðaldælahrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Ferðamálastofu, Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, iðnaðarráðuneytisins, Neytendastofu, Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar.

Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 17. apríl 2008.

Tillagan  um háspennulínur

Matsáætlun vegna virkjunar að Þeistareykjum 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka