Tugir þúsunda Íslendinga leggja land undir fót um páskana. Annasamt verður á vegum landsins og verður löggæsla aukin þar sem búist er við mestri umferð. Löngu er uppbókað í flestar flugferðir út fyrir landsteinana, sem og innanlands. Veðurstofan gerir ráð fyrir hæglætisveðri um helgina.
Lögreglan hvetur þá sem yfirgefa heimili sín um páskana að ganga vel frá húsum sínum. Ítarlega er fjallað um ferðir, veður og fleira tengt páskahelginni í sjónvarpsfréttum mbl.
Fleiri fréttir í sjónvarpi mbl:
Verðbólga á uppleið.
Mótælendum í Tíbet hótað harðri refsingu.
Álver á Reyðarfirði að komast í fulla vinnslu. 2/3 starfsmanna heimamenn.
Fimm ár frá innrásinni í Írak.
Minghella: afburðagóður leikstjóri syrgður.