Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, skorar á íslensk stjórnvöld að bregðast tafarlaust við hinum mikla vanda sem nú herjar á íslenskt efnahagslíf.
Segir félagið í ályktun, að það sé óþolandi að horfa upp á ríkisstjórn landsins sitja með hendur í skauti sér og aðhafast ekkert á sama tíma og yfirvofandi kreppa þurrki út mikinn efnahagsárangur sem náðst hafi á undanförnum árum," segir í ályktuninni.
Segist stjórnin telja að aðildarviðræður við Evrópusambandið sé æskilegur vettvangur til þess að láta reyna á hvort hagsmunum Íslendinga verði betur borgið innan sambandsins eða utan. Taktleysi ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum sé vandræðalegt og ekki til þess fallið að auka trúverðugleika í annars erfiðu árferði.
„Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur farið út í þá metnaðarfullu vinnu að skilgreina samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum. Fólkið og fyrirtækin í landinu þola ekki þessa biðstefnu stjórnvalda, stefnu sem frestar nauðynlegum úrbótum á samfélaginu vegna valdastóla og innbyrðis valdabaráttu ríkisstjórnarflokkanna. Hættum að bíða! Stjórn Alfreðs skorar á stjórnvöld að marka sér samningsmarkmið og hefja tafarlaust aðildarviðræður við Evrópusambandið," segir síðan.