Enn tafir á flugi

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/KGA

Flug til Ísafjarðar, Egilsstaða, og Vestmannaeyja er enn í athugun vegna veðurs, að sögn Flugfélags Íslands, og hafa flestir verið sendir heim.  Fólk er beðið um að fylgjast með breytingum á textavarpinu eða á heimasíðu Flugfélags Íslands.  Flug til Vestmannaeyja hefur verið í athugun í allan dag. 

Vegagerðin hefur varað við versnandi veðri á Vestfjörðum, og á Norður- og Norðausturlandi.   Á Vestfjörðum er stórhríð og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og þar er ekkert ferða veður.   Hálkublettir og skafrenningur  í Ísafjarðardjúpi.  Snjóþekja er á Hálfdáni og er mokstur í gangi. Mjög slæmt veður er á Kletthálsi og þar er ekkert ferðaveður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Á Norður og Norðausturlandi er víðast hvar éljagangur, snjóþekja og hálka.  Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheið.  Þæfingsfærð er í Dalsmynni.  Óveður er á Möðrudalsöræfum, á Biskupshálsi, Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði, og þar er ekkert ferðaveður.

Á Suðurlandi eru  hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.  Ófært er um Víkurskarð.  Á Vesturlandi er hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og í Oddskarði, á örum leiðum eru auðir vegir þó er þæfingsfærði á Breiðdalsheiði.

Lokað er á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert