Ísland lýsir áhyggjum af ástandinu í Tíbet

Blóðug átög brutust út í Lhasa, höfuðborg Tíbet, í síðustu …
Blóðug átög brutust út í Lhasa, höfuðborg Tíbet, í síðustu viku. Reuters

Ísland hef­ur gerst aðili að yf­ir­lýs­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem lýst er þung­um áhyggj­um yfir ástand­inu í Tíbet og lýst yfir samúð með fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, að í yf­ir­lýs­ing­unni sé þess kraf­ist að all­ir aðilar sýni still­ingu. Kín­versk stjórn­völd eru hvött til að beita ekki valdi gegn þeim aðilum sem taka þátt í mót­mæl­un­um og mót­mæl­end­ur sömu­leiðis beðnir um að beita ekki of­beldi.

Lögð er áhersla á mik­il­vægi tján­ing­ar­frels­is og á rétt­inn til friðsam­legra mót­mælaaðgerða, og kín­versk stjórn­völd beðin um að bregðast við mót­mæl­un­um í sam­ræmi við alþjóðlega viður­kennd­ar meg­in­regl­ur lýðræðis­ins. Lýst er yfir ein­dregn­um stuðningi við að friðsam­leg­ar sætt­ir ná­ist milli kín­verskra stjórn­valda og Dalai Lama og full­trúa hans. Kína er einnig hvatt til að taka á mann­rétt­inda­mál­um í Tíbet.

Í lok­in eru báðir aðilar hvatt­ir til þess að efna til umræðna með það fyr­ir aug­um að ná fram lang­tíma­lausn, sem væri ásætt­an­leg fyr­ir alla og myndi jafn­framt virða tíbetska menn­ingu og trú­ar­brögð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert