Kreppa á Laugavegi

Veggjakrot blasir víða við á Laugaveginum.
Veggjakrot blasir víða við á Laugaveginum. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

„Við höfum rekið verslun við Laugaveginn í þrettán ár og ástandið hérna hefur aldrei verið verra. Laugavegurinn líkist núna helst einhverju skítugu slömmi í útlöndum en ekki helstu verslunargötu Íslendinga.“

Þetta segir Anna Þóra Björnsdóttir sem rekið hefur gleraugnaverslunina Sjáðu við Laugaveginn um árabil ásamt eiginmanni sínum, Gylfa Björnssyni.

Helsta verslunargata höfuðborgarinnar má muna sinn fífil fegri. Veggjakrot og sóðaskapur blasir nú við nánast hvert sem litið er og yfirgefin hús, sem mörg hver hafa staðið auð mánuðum saman, eru að drabbast niður. Hluti þeirra er illa farinn og í sumum tilfellum vantar í þau glugga, enda hefst útigangsfólk við í sumum þeirra.

Borgin taki af skarið

„Ég vil að borgin sjái til þess að Laugavegurinn sé þrifinn og hún skikki húseigendur til að halda húsunum sínum sómasamlegum. Þá vil ég að hús sem ákveðið hefur verið að rífa séu rifin en ekki látin standa auð árum saman,“ segir Anna. „Við reynum eins og við getum að halda umhverfi búðarinnar okkar hreinu. En það á ekki að vera í okkar verkahring að þrífa upp ælu eða brotnar bjórflöskur, frekar en að taka upp notaðar sprautur fyrir utan búðina hjá okkur. Borgin á auðvitað ekki að mála hús sem hefur verið krotað á og einhver annar á, en það ætti að vera kvöð á húseigendunum að hafa þessa hluti í lagi.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert