Óveður í Víkurskarði

Á Norður og Norðausturlandi er víðast hvar éljagangur, snjóþekja og hálka.
Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheið og Mývatnsöræfum. Óveður og
þæfingsfærð er í Víkurskarði en fært er um Dalsmynni. Á Suðurlandi eru  hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og stendur mokstur yfir. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi. Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og í Oddskarði, á örum leiðum eru auðir vegir þó er þæfingsfærði á Breiðdalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert