Sækja um leyfi fyrir 100 sérfræðinga frá Kína

Framkvæmdir við tónlistarhús
Framkvæmdir við tónlistarhús mbl.is/RAX

Kín­verskt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir og set­ur upp gler­virkið mikla í Tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu við Reykja­vík­ur­höfn hef­ur í hyggju að sækja um at­vinnu­leyfi fyr­ir um eitt hundrað kín­verska starfs­menn sína á þeirri for­sendu að þeir vinni all­ir sér­hæfð störf.

Málið er til gaum­gæfi­legr­ar skoðunar hjá Vinnu­mála­stofn­un en aldrei hef­ur komið fyr­ir að fyr­ir­tæki hafi ein­göngu sótt um leyfi fyr­ir sér­fræðinga en hvorki fyr­ir iðnaðar­menn né verka­menn. Vegna for­gangs íbúa á Evr­ópska efna­hags­svæðinu hef­ur nán­ast lokast á út­gáfu at­vinnu­leyfa til íbúa sem koma frá ríkj­um utan þess og má full­yrða að um­sókn um starfs­leyfi fyr­ir ófag­lært verka­fólk frá ríkj­um utan EES yrði hafnað.

Gler­virkið er eng­in smá­smíði en í því verða um 12.000 m² af gleri.

Eyj­ólf­ur Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Íslenskra aðal­verk­taka, seg­ir upp­setn­ingu gler­virk­is­ins gríðarlega flókið verk­efni. Þetta verði lang­stærsti gler­vegg­ur sem hér hafi verið reist­ur en til sam­an­b­urðar sé gler­vegg­ur­inn í Öskju, nátt­úru­fræðihúsi Há­skóla Íslands um 1.300 m². Eft­ir tölu­verða skoðun hafi verið ákveðið að semja við kín­verska fyr­ir­tækið en það hafi mikla reynslu af verk­efn­um af þessu tagi. ÍAV kaupi bæði efni og upp­setn­ingu á gler­virk­inu af þessu kín­verska fyr­ir­tæki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert