Þegir um gögn frá Liechtenstein

Liechtenstein.
Liechtenstein. Reuters

Ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, hefur fengið þær upplýsingar sem hann óskaði eftir frá þýskum yfirvöldum um gögn sem þau keyptu af fyrrverandi starfsmanni LGT bankans í Liechtenstein. Ríkisskattstjóri neitar hins vegar að greina frá því hvort gögnin varði Íslendinga. „Ég segi ekkert um þetta,“ segir hann.

Þýsk yfirvöld keyptu lista með nöfnum á annað þúsund einstaklinga sem áttu reikninga í LGT bankanum. Talið er að sumir þeirra kunni að hafa svikið undan skatti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert