Þingvellir af heimsminjaskrá?

Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO. mbl.is/Sverrir.

Til greina kemur að setja Þingvallaþjóðgarð á lista UNESCO yfir heimsminjar í hættu, vegna lagningar nýs vegar milli Þingvallavatns og Laugarvatns.

„Við fylgjumst mjög vel með þessum vegaframkvæmdum og munum mögulega endurskoða stöðu þjóðgarðsins [á heimsminjaskrá UNESCO],“ segir dr. Mechtild Rössler, yfirmaður hjá heimsminjanefnd UNESCO.

Um er að ræða Lyngdalsheiðarveg, sem leggja á í stað vestari hluta Gjábakkavegar. Skipulag framkvæmdarinnar hefur verið samþykkt, en eftir er að bjóða verkið út.

Yfirvöld fá gula spjaldið

Hann bendir á að nýi vegurinn færi umferðina nær Þingvallavatni og viðkvæmum hrygningarsvæðum. Auk þess megi búast við stóraukinni umferð um þjóðgarðinn með lagningu þjóðvegar með 90 km hámarkshraða milli Laugarvatns og Þingvallavatns.

Vill frekar laga gamla veginn

Heimsminjanefnd Íslands hefur einnig lagst gegn lagningu Lyngdalsheiðarvegar og lagt til við Vegagerðina að umferð verði frekar beint suður fyrir Þingvallavatn.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður haldið áfram með verkið þrátt fyrir aðvaranir frá UNESCO, nema annað yfirvald gefi út fyrirmæli um að stöðva það.

Hvorki náðist í Kristján Möller samgönguráðherra við vinnslu fréttarinnar, né Björn Bjarnason, formann Þingvallanefndar.

Í hnotskurn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert