15 ára ökumaður ók útaf

Ökuferð feðganna endaði langt utan vegar.
Ökuferð feðganna endaði langt utan vegar. mbl.is/Július

Fimmtán ára dreng­ur ók útaf veg­in­um er hann missti stjórn á bif­reið sem hann ók í Bol­ung­ar­vík um klukk­an 3 í dag. Faðir drengs­ins var með hon­um í bíln­um og var hann að sögn lög­regl­unn­ar á Ísaf­irði und­ir áhrif­um áfeng­is.

„Við sáum það á hjól­för­un­um að það mátti ekki muna nema 10 sentí­metr­um að dreng­ur­inn færi á ljósastaur," sagði varðstjóri lög­regl­unn­ar í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Dreng­ur­inn sem ald­urs síns vegna er ekki með öku­rétt­indi missti stjórn á bíln­um í snjó og hálku er hann var að taka framúr ann­arri bif­reið og endaði för hans að sögn lög­reglu langt utan veg­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert