Umferðarslys á Kringlumýrarbraut

Kringlumýrarbraut var lokað eftir slysið.
Kringlumýrarbraut var lokað eftir slysið. mbl.is/Júlíus

Um­ferðarslys varð á Kringlu­mýr­ar­braut í Reykja­vík rétt sunn­an við Lista­braut laust fyr­ir klukk­an 22 í kvöld. Litl­ar upp­lýs­ing­ar var að fá hjá lög­regl­unni utan að mótor­hjól átti í hlut og slysið var al­var­legt.

 Lög­regl­an var að störf­um á slysstaðnum laust fyr­ir klukk­an 22:30 og hafði göt­unni verið lokað á kafla.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að slys­inu, að hafa sam­band í síma 444-1000.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert