Færðin

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er víðast hvar greiðfært á Suðurlandi og á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði. Snjóþekja er á Bröttubrekku og á Fróðárheiði.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er víða greiðfært þó er þungfært á Klettshálsi og snjóþekja er á Kleifaheiði en mokstur stendur yfir. Snjóþekja eða hálkublettir eru í Ísafjarðardjúp og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði.

Hálka eða hálkublettir eru á norðurlandi. Lágheiði er ófær en unnið er að
opnun.

Á  Austurlandi eru hálkublettir, snjóþekja og sumstaðar hálka. Snjóþekja er á Mývatnsöræfum þar sem unnið er að mokstri. Ófært er á Öxi og verið er að moka Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er víðast hvar greiðfært en sumstaðar hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert