Þrír yfirheyrðir

Söluturninn í Eddufelli sem rændur var í fyrrakvöld.
Söluturninn í Eddufelli sem rændur var í fyrrakvöld. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með þrjá menn í haldi vegna gruns um aðild þeirra að jafnmörgum ránum í Breiðholtinu undanfarna daga. Arnar Marteinsson aðalvarðstjóri staðfesti það í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir skömmu.

Í gær voru tveir menn yfirheyrðir vegna gruns um aðild að ránunum en að sögn lögreglu reyndust þeir hafa fjarvistarsönnun og því var þeim sleppt.

Arnar sagði að málið væri í rannsókn og að síðar í dag kæmi í ljós hvort farið yrði fram á að mennirnir yrðu settir í gæsluvarðhald. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert