Vantrúaðir spila bingó

Samtökin Vantrú stóðu fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli í blíðunni …
Samtökin Vantrú stóðu fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli í blíðunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök­in Van­trú stóðu fyr­ir hinu ár­lega Van­trú­ar­bingói á Aust­ur­velli í dag en það brýt­ur í bága við lög um helgi­dagafrið sem voru sett til að tryggja frið, næði og hvíld al­menn­ings á helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar.

Á heimasíðu sam­tak­anna segj­ast þau berj­ast gegn hind­ur­vitni og aðstoðar meðal ann­ars fólk við að segja sig úr Þjóðkirkj­unni. 

Lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins sagðist ekki mundu hafa af­skipti af hóp­um sem þess­um nema að af þeim skapaðist ónæði. „ Hjá okk­ur rík­ir trúfrelsi þó að við höf­um þjóðkirkju og ef fólk sem trú­ir á stokka og steina eða aðhyll­ist aðra trú spil­ar bingó þá ger­um við ekk­ert í því nema ef há­reysti eða raf­magnað hljóð fari að trufla," sagði varðstjóri í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert