Alvarleg líkamsárás

mbl.is/Júlíus

Alvarleg líkamsárás var framin í Reykjavík síðdegis í dag, og hafa nokkrir menn verið handteknir í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum lögreglu, sem getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Hópur manna vopnaður bareflum og öxum réðust inn í íbúð í Breiðholti og réðist á menn sem þar voru. Voru sjö  fluttir á slysadeild með skurði og beinbrot.

Lögreglan í Reykjavík elti menn sem grunaðir voru um árásina í átt til Suðurnesja, að sögn lögreglunnar þar.

Samkvæmt heimildum mbl.is stöðvaði lögreglan þrjá menn í bíl á Reykjanesbrautinni þar sem þeir voru handteknir og settir í járn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert