Erlendar eignir lífeyrissjóða 460 milljarðar

Geng­is­breyt­ing­arn­ar að und­an­förnu hafa haft já­kvæð áhrif á eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna er­lend­is. Þetta seg­ir Hrafn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóðanna. Bend­ir hann á að um síðustu ára­mót hafi er­lend­ar eign­ir líf­eyr­is­sjóðanna numið um 460 millj­örðum ís­lenskra króna, sem er tæp­lega 30% af heild­ar­eign­um líf­eyr­is­sjóðanna.

„Geng­is­breyt­ing­arn­ar að und­an­förnu vega upp tap af lækk­un markaða bæði inn­an­lands og er­lend­is," seg­ir Hrafn, en tek­ur fram að geng­is­breyt­ing­arn­ar vegi fyrra tap þó ekki upp að fullu.

Aðspurður seg­ir Hrafn menn ekki missa svefn út af stöðu mála á fjár­mála­mörkuðum enda séu líf­eyr­is­sjóðirn­ir lang­tíma­fjár­fest­ar, þannig að slök skamm­tíma­ávöxt­un sé ekki eitt­hvað sem sjóðirn­ir hafi áhyggj­ur af í bráð og lengd.

„Trygg­inga­fræðileg staða sjóðanna er mjög traust, sem skipt­ir auðvitað öllu og meira máli en skamm­tíma­sveifl­ur á mörkuðum," seg­ir Hrafn og bend­ir á að þegar tekið er til­lit til trygg­inga­fræðilegr­ar stöðu sjóðanna sé horft til þess að sjóðirn­ir nái 3,5% raunávöxt­un, en sl. ár hafi raunávöxt­un verið langt­um betri en það eða 8,6% á sl. fimm árum og yfir 6% frá ár­inu 1991.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert