Lokað í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað í dag vegna hvassviðris. Opið er í Skálafelli og einnig víðast hvar annars staðar á landinu. Páskaeggjamót fer fram í Skálafelli í dag en þar er ágætis skíðafæri á troðnum skíðaleiðum í Skálafelli. Mjög hart færi er hins vegar utan þeirra og er fólk því sérstaklega hvatt til að fylgja troðnum leiðum.

Hátt í átta þúsund manns voru í Bláfjöllum í gær og í morgun voru á annað þúsund manns á skíðasvæðinu í Hlíðafjalli. Í gær var sett þar dymbilvikumet er á fjórða þúsund manns voru á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert