Ólöf Pétursdóttir látin

Ólöf Pétursdóttir.
Ólöf Pétursdóttir.

Ólöf Pét­urs­dótt­ir, dóm­stjóri Héraðsdóms Reykja­ness, lést 20. mars á Grens­ási, end­ur­hæf­ing­ar­deild LSH. Ólöf slasaðist al­var­lega og lamaðist frá hálsi í sept­em­ber 2006. Þrátt fyr­ir þenn­an al­var­lega áverka náði hún undra­verðum ár­angri á Grens­ási.

Hún fékk því komið til leiðar að Ísland varð fyrsta land í Evr­ópu sem reyndi banda­ríska aðferð við raf8 örvun þind­ar í stað önd­un­ar­vél­ar. Þessi nýj­ung hef­ur nú hlotið viður­kenn­ingu í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Ólöf tókst á við fötl­un sína með mik­illi reisn. Hún nýtti alla tækni sem í boði er og var óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hafði um ára­bil lært mynd­list og málað í frí­stund­um. Á Grens­ási hélt hún því áfram og málaði nú með munn­in­um og náði á skömm­um tíma góðum tök­um á þeirri aðferð.

Ólöf fædd­ist í Par­ís 8. júlí 1948. For­eldr­ar henn­ar voru Marta Thors og Pét­ur Bene­dikts­son, sendi­herra og banka­stjóri. Ólöf lauk embætt­is­prófi í lög­fræði 1975. Hún starfaði um ára­bil í dóms­málaráðuneyt­inu, var full­trúi sýslu­manns í Kópa­vogi um skeið en síðar héraðsdóm­ari og dóm­stjóri í Héraðsdómi Reykja­ness til dán­ar­dags. Ólöf var virk í fé­lags­störf­um lög­fræðinga og dóm­ara og gegndi mörg­um trúnaðar­störf­um, ekki síst í þágu kvenna og barna.

Ólöf gift­ist Friðriki Páls­syni fram­kvæmda­stjóra. Dæt­ur þeirra eru Marta María og Ingi­björg Guðný.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert